Birtingar:

Power AutomateMicrosoft tilkynnti nýverið að Microsoft Flow, samþættingarvélin fyrir einfaldari samþættingar heiti nú "Power Automate" og verður þar stigið skref til að hún verði enn öflugri. 

Ætlunin er að bjóða uppá sjálfvirknivæðingar með notkun Selenium og fleiri tóla til að gera fyrirtækjum að sjálfvirknivæða ferlana sína á einfaldan hátt í anda RPA.

Það verður spennandi að fylgjast með þessu tóli vaxa áfram eins og Flow hefur gert síðan það var kynnt á markað í lok árs 2016.

Sömuleiðis verður Dynamics 365 Virtual Agent að Power Virtual Agent og því hluti af Power Platforminu og þá 4. varan inní þá röð og er boðinn velkominn af systkinum sínum, Power BI, Power Apps og Power Automate.